Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 03. júlí 2019 18:51
Elvar Geir Magnússon
Breiðablik samþykkir tilboð Újpest í Aron
Aron Bjarnason.
Aron Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarnason, leikmaður Breiðabliks, heldur til Ungverjalands á morgun til samningaviðræða við Újpest. Breiðablik greinir frá þessu á Facebook.

Aron var valinn í úrvalslið umferða 1-11 í Pepsi Max-deildinni en þar sitja Blikar í öðru sæti.

Fótbolti.net greindi frá því fyrr í dag að tilboð hefði borist í Aron og nú hafa Blikar svarað því tilboði játandi. Það stefnir því allt í að Aron fari núna í glugganum.

Újpest hafnaði í fimmta sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Félagið hefur alls 20 sinnum orðið ungverskur meistari.

Aron er 23 ára gamall og er á sínu þriðja tímabili með Breiðabliki. Hann er uppalinn Þróttari en hefur einnig leikið með Fram og ÍBV. Hann hefur skorað fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar.


Athugasemdir
banner
banner