Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 03. júlí 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Fanndís: Það lið sem gerir færri mistök vinnur
Valur - Breiðablik klukkan 19:15 í kvöld
Fanndís Friðriksdóttir.
Fanndís Friðriksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikil spenna. Tvö efstu liðin að mætast sem bæði spila skemmtilegan fótbolta," sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals, við Fótbolta.net en liðið mætir Breiðabliki í toppbaráttuslag í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Bæði lið hafa unnið alla sjö leiki sína í sumar og má búast við hörkuleik í kvöld. Hver er lykillinn að sigri að mati Fanndísar?

„Það er það sama og fyrir alla leiki, allt þetta týpíska, grunnhlutirnir þurfa að vera í lagi. Bæði lið hafa leikmenn innanborðs sem refsa fyrir mistök, það lið sem gerir færri mistök vinnur."

Fanndís lék um árabil með Breiðabliki og mætir því gömlum félögum í kvöld.

„Ég er mest spennt fyrir því að mæta góðu fótbolta liði sem spilar góðan fótbolta það er bara bónus að það sé mitt gamla lið," sagði Fanndís en hún er ekki hissa á því að Valur og Breiðablik hafi stungið önnur lið af í deildinni.

„Nei það kemur mér ekki beint á óvart að þetta séu tvö efstu liðin, margir landsliðsmenn í báðum liðum en við höfum sé það að hin liðin geta vel staðið í okkur sem og Breiðablik. "

Flautað verður til leiks klukkan 19:15 í kvöld og Fanndís vonast eftir góðri mætingu. „Ég býst ekki við neinu öðru en það verði fullt af fólki á leiknum, það er búið að tala mikið um leikinn og margir spenntir fyrir leiknum," sagði Fanndís að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner