Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 03. júlí 2019 18:30
Magnús Már Einarsson
Félög víða í Evrópu vilja Gumma Tóta
Guðmundur í landsleik í Katar í janúar.
Guðmundur í landsleik í Katar í janúar.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Félög frá Þýskalandi, Grikklandi, Tyrklandi og Króatíu hafa sýnt áhuga á að fá Guðmund Þórarinsson í sínar raðir samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Guðmundur er á sínu þriðja tímabili með Norrköping í Svíþjóð en þar hefur hann verið í lykilhlutverki.

Þessi 26 ára gamli leikmaður missti einungis af einum leik á síðasta tímabili þegar Norrköping endaði í 2. sæti í sænsku úrvalsdeildinni.

Á síðasta tímabili var Guðmundur vængbakvörður hjá Norrköping en í ár hefur hann verið á miðjunni.

Guðmundur er uppalinn Selfyssingur en hann á fimm A-landsleiki að baki.
Athugasemdir
banner
banner
banner