Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 03. júlí 2019 23:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Glórulaus dómgæsla í restina"
Rangstæð?
Rangstæð?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í uppgjöri toppliðanna í Pepsi Max-deild kvenna.

Valur komst í 2-0 með mörkum frá Margréti Láru Viðarsdóttur og Hlín Eiríksdóttur en Blikar komu til baka og Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir sáu til þess að stigin skiptust jafnt í kvöld.

Mark Alexöndru kom á 88. mínútu og er smá rangstöðulykt af markinu.

„BLIKAR ERU BÚNAR AÐ JAFNA. Karólína Lea með sendingu á Alexöndru á fjærstönginni sem klárar af öryggi. Rangstöðulykt af þessu marki," skrifaði Helga Katrín Jónsdóttir í beinni textalýsingu frá leiknum.


Í myndbrotinu sem Guðmundur Benediktsson setti inn á Twitter síðu sína sést að Sólveig Jóhannesdóttir Larsen potar boltanum á Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur sem er utan vallar þegar sendingin er gefin, hún kemur inn á völlinn og snertir hann. Í kjölfarið skorar svo Alexandra jöfnunarmarkið.

Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals, var ekki kát með þetta atriði og tjáði sig í viðtali eftir leikinn í kvöld.

„Glórulaus dómgæsla hérna í restina. Hún stendur útaf og kemur inn á völlinn og er væntanlega kolrangstæð. Ég skil ekki hvernig línuvörðurinn gat ekki séð það," sagði Fanndís í viðtali eftir leikinn í kvöld.

Valur og Breiðablik eru nú bæði með 22 stig á toppi deildarinnar að átta umferðum loknum, hjá toppliðunum í það minnsta. Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan. ATH: Það getur tekið tíma fyrir töfluna að uppfæra sig.
Fanndís: Kann ekki að láta mig detta
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner