Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 03. júlí 2019 16:10
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Helgi Sig: Árbæingar ofboðslega stoltir af þessu
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis.
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylk­ir hef­ur notað flesta upp­al­da leik­menn í Pepsi Max-deildinni í sumar en þetta kemur fram í úttekt Víðis Sigurðssonar í Morgunblaðinu í morgun.

Árbæj­arliðið hef­ur teflt fram 15 upp­öld­um leik­mönn­um í deild­inni og tólf þeirra hafa verið í byrj­un­arliðinu.

„Við erum ofboðslega stolt af þessu. Þetta stuðlar að því að stemningin í kringum liðið er meiri, fólk kemur frekar á völlinn þegar það þekkir leikmennina sína. Árbæjarstoltið og allt það. Við í Árbænum erum stolt af því að 80-85% leikmanna í hópnum séu uppaldir og hafa staðið sig þetta vel," segir Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis.

„Þetta er hvetjandi fyrir strákana í yngri flokkunum. Þeir sjá að ef þeir standa sig þá er þeim treyst."

„Það eru auðvitað aðkomumenn með, sem allir þurfa að hafa. En það er rosalega sterkt og ekki á hverju ári sem hlutfallið er svona hátt. Mig minnir reyndar að það hafi verið svipað í fyrra," segir Helgi.

„Þetta er mjög flott en ekki eitthvað sem maður hugsar út í dagsdaglega, aðalatriðið er að vera með gott lið. Ef hægt er að stilla upp góðu liði með Fylkisstrákum þá er það frábært."

12. umferð Pepsi Max-deildarinnar er ansi dreifð:

fimmtudagur 4. júlí
18:00 Valur-KA (Origo völlurinn)

föstudagur 5. júlí
19:15 Stjarnan-Grindavík (Samsung völlurinn)

laugardagur 6. júlí
14:00 ÍA-Fylkir (Norðurálsvöllurinn)
16:00 ÍBV-KR (Hásteinsvöllur)

sunnudagur 7. júlí
19:15 Breiðablik-HK (Kópavogsvöllur)

mánudagur 8. júlí
19:15 FH-Víkingur R. (Kaplakrikavöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner