Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 03. júlí 2019 21:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
HM kvenna: Groenen skaut Hollandi í úrslit
Mynd: Getty Images
Holland 1-0 Svíþjóð Eftir framlengingu
1-0 Jackie Groenen ('100)

Holland mætti Svíþjóð í kvöld í seinni undanúrslitaleik HM kvenna í Frakklandi. Leikið var á Groupama leikvanginum í Lyon.

Hollenska liðið var ögn sterkara í fyrri hálfleik en staðan var markalaus. Seinni hálfleikurinn var fjörugri. Fyrst var það Van Veenendaal, í hollenska markinu sem varði virkilega vel skot frá Nilla Fischer í stöngina.

Þær hollensku áttu einnig eftir að eiga tilraun í tréverkið. Hedvig Lindahl í sænska markinu varði skalla Vivianne Midema í þverslána.

Engin mörk litu dagsins ljós í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja. Þetta var því fyrsti markalausi leikurinn í útsláttarkeppninni á þessu Heimsmeistaramóti.

Hollendingar byrjuðu framlenginguna vel og uppskar liðið mark á tíundu mínútu hennar. Laglegt spil liðsins opnaði pláss fyrir Jackie Groenen sem skoraði með góðu skoti niðri í vinstra markhornið. Þetta var fyrsta skot Groenen á markið í mótinu.

Svíarnir reyndu allt hvað þær gátu til þess að jafna en allt kom fyrir ekki og Holland komið í úrslitaleikinn.

Úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn og mætir hollenska liðið því bandaríska þar. Leikurinn um bronsverðlaunin fer fram á laugardaginn þar lið Svía liði Englendinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner