Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. júlí 2019 12:41
Elvar Geir Magnússon
James sagður færast nær Napoli
James Rodriguez.
James Rodriguez.
Mynd: Getty Images
Útvarpsstöð Napoli segir að félagið sé nálægt því að tryggja sér miðjumanninn James Rodriguez frá Real Madrid.

Kólumbíski landsliðsmaðurinn hefur verið orðaður við Napoli í allt sumar og Radio Kiss Kiss segir að samningar séu nánast í höfn.

Sagt er að aðeins eigi eftir að semja um bónusgreiðslur og smáatriði við Jorge Mendes, umboðsmann James.

James, sem er 27 ára, er á sölulista hjá Real Madrid.

Hann hefur síðustu tvö ár verið á láni hjá Bayern München en bað félagið um að nýta ekki ákvæði um að kaupa sig.

James gekk í raðir Real Madrid 2014 eftir að hafa spilað frábærlega með kólumbíska landsliðinu á HM.

Hann náði ekki að vinna sér inn fast sæti hjá Madrídarliðinu og komst aldrei á almennilegt flug hjá Bayern heldur.

Stjóri Napoli er Carlo Ancelotti sem vann með James hjá Real og Bayern.
Athugasemdir
banner
banner
banner