Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 03. júlí 2019 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Keita verður líklega búinn að jafna sig fyrir Ameríkuferð Liverpool
Mynd: Getty Images
Jákvæðar fréttir bárust í dag fyrir Naby Keita og Liverpool. Keita yfirgaf herbúðir landsliðs Gíneu í síðustu viku eftir að hafa meiðst í leik gegn Nígeríu í Afríkukeppninni.

Í fyrstu var talið að meiðsli Keita væru alvarleg og að hann myndi missa af upphafi tímabilsins en nýjustu fréttir herma að hann ætti að vera orðinn heill heilsu þegar Liverpool heldur til Bandaríkjanna seinna í júlí og Keita ætti að ferðast með liðinu.

Liverpool mætir Dortmund í Indiana, Sevilla í Boston og Sporting í New York í æfingaferðinni til Bandaríkjanna.

Keita, sem er 24 ára, spilaði 25 deildarleiki fyrir Liverpool á síðustu leiktíð og skoraði í þeim tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner