Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 03. júlí 2019 13:40
Elvar Geir Magnússon
Lykilmenn tæpir hjá Fylki fyrir næsta leik - Styttist í Emil
Fyrirliðinn Ólafur Ingi Skúlason er tæpur.
Fyrirliðinn Ólafur Ingi Skúlason er tæpur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í Emil Ásmundsson.
Það styttist í Emil Ásmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrés Már Jóhannesson, Ólafur Ingi Skúlason og Aron Snær Friðriksson fóru allir meiddir af velli í sigri Fylkismanna gegn KA. Þeir eru tæpir fyrir leik Árbæjarliðsins gegn ÍA á laugardag.

„Það er 'status quo' eiginlega en ljóst er að þeir eru allir þrír tæpir fyrir næsta leik. Hvort við náum einhverjum af þeim í gang verður að koma í ljós þegar nær dregur. Þetta var erfiður leikur fyrir okkur gegn KA en við erum nokkuð sprækir," segir Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis.

Aron er aðalmarkvörður Árbæjarliðsins. Er ekki sérstaklega óþægilegt þegar markvarðarstaðan er í svona óvissu?

„Það er alltaf óþægilegt en við erum með stráka sem við teljum að geti hjálpað ef á þarf að halda. Kristófer (Leví Sigtryggsson) stóð sig vel þegar hann kom inn á. En við tökum stöðuna þegar nær dregur, það er óþarfi að búa til eitthvað vandamál sem er kannski ekki til staðar."

Farinn þar til annað kemur í ljós
Lánssamningur Kolbeins Birgis Finnssonar við Fylki rann út eftir leikinn gegn KA. Árbæjarfélagið hefur áhuga á að halda Kolbeini ef mögulegt er.

„Við eigum von á einhverjum svörum í kvöld. Við hugsum þetta þannig að hann sé farinn þar til annað kemur í ljós. Hann er leikmaður Brentford og meðan staðan er þannig þá spilar hann ekki á laugardaginn," segir Helgi.

Það styttist þó í að fótboltaunnendur sjá Emil Ásmundsson aftur á vellinum. Miðjumaðurinn hæfileikaríki meiddist í upphafi tímabils.

„Það fer að styttast í hann, hann er innan seilingar. Það eru svona tvær vikur í hann," segir Helgi Sigurðsson að lokum.

12. umferð Pepsi Max-deildarinnar er ansi dreifð:

fimmtudagur 4. júlí
18:00 Valur-KA (Origo völlurinn)

föstudagur 5. júlí
19:15 Stjarnan-Grindavík (Samsung völlurinn)

laugardagur 6. júlí
14:00 ÍA-Fylkir (Norðurálsvöllurinn)
16:00 ÍBV-KR (Hásteinsvöllur)

sunnudagur 7. júlí
19:15 Breiðablik-HK (Kópavogsvöllur)

mánudagur 8. júlí
19:15 FH-Víkingur R. (Kaplakrikavöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner