Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 03. júlí 2019 15:06
Elvar Geir Magnússon
Man City hefur virkjað klásúlu í samningi Rodri
Rodri er á leið til Man City!
Rodri er á leið til Man City!
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur virkað 63 milljóna punda riftunarákvæði í samningi Rodri við Atletico Madrid.

Pep Guardiola vill fá spænska landsliðsmanninn og er hann hugsaður í það hlutverk að taka við af Fernandinho í hlutverki varnartengiliðs.

Rodri hefur sagt Atletico að hann vilji fara til City.

Atletico hefur staðfest að City hafi virkjað ákvæðið og nú má enska félagið ræða við Rodri um persónuleg kjör og fá hann í læknisskoðun.

Rodri, sem er 22 ára, hefur aðeins leikið eitt tímabil með Atletico en hann kom frá Villarreal fyrir ári síðan.

Hann hefur leikið fimm landsleiki fyrir Spán undanfarið ár en horft er á hann sem arftaka Sergio Busquets í spænska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner