banner
   mið 03. júlí 2019 20:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Milos segir að um misskilning sé að ræða - Ekkert tilboð hefur borist í Óttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við greindum frá því í dag að Víkingur R. hefði boðið í Óttar Magnús Karlsson.

„Við höfum fengið tilboð í Óttar Magnús Karlsson frá Víkingi Reykjavík. Þetta veltur að hluta til á hans ákvörðun núna," sagði Milos Milojevic, þjálfari Mjällby við Blekinge Läns Tidning.

Milos svaraði fréttinni í kvöld á Twitter og segir að ekkert tilboð hefði borist, um misskilning væri að ræða. Tvö íslensk félög hefðu hins vegar sýnt áhuga á að fá Óttar.

Milos gaf einnig í skyn að sænskukunnátta sín hafi mögulega valdið þessum misskilningi.




Athugasemdir
banner
banner