banner
   mið 03. júlí 2019 12:50
Magnús Már Einarsson
Patrick Pedersen kominn með leikheimild - Hæstánægður í Val
Patrick Pedersen getur spilað með Val á ný gegn KA á morgun.
Patrick Pedersen getur spilað með Val á ný gegn KA á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski framherjinn Patrick Pedersen er kominn með leikheimild með Val og verður löglegur þegar liðið fær KA í heimsókn í Pepsi Max-deildinni annað kvöld.

Patrick gerði fjögurra ára samning við Val fyrr í vikunni en hann samdi við félagið í þriðja skipti á ferlinum eftir dvöl hjá Sheirff í Moldavíu undanfarna mánuði.

„Ég kem alltaf aftur. Ég kann vel við félagið og allt í kringum það. Ég kann vel við leikmennina og leikstílinn svo ég kem alltaf aftur," sagði Patrick í spalli við Ragnar Vignir á Facebook síðu Vals.

Patrick á magnaðan feril að baki með Val en hann hefur skorað 47 mörk í 72 leikjum síðan hann kom fyrst til félagsins árið 2013.

Í fyrrasumar var Patrick besti leikmaður Pepsi-deildarinnar en hann skoraði sautján mörk þegar Valur varð Íslandsmeistari.

Patrick er mættur í Draumaliðsdeild Eyjabita. Kemst hann í þitt lið?.



12. umferð Pepsi Max-deildarinnar er ansi dreifð:

fimmtudagur 4. júlí
18:00 Valur-KA (Origo völlurinn)

föstudagur 5. júlí
19:15 Stjarnan-Grindavík (Samsung völlurinn)

laugardagur 6. júlí
14:00 ÍA-Fylkir (Norðurálsvöllurinn)
16:00 ÍBV-KR (Hásteinsvöllur)

sunnudagur 7. júlí
19:15 Breiðablik-HK (Kópavogsvöllur)

mánudagur 8. júlí
19:15 FH-Víkingur R. (Kaplakrikavöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner