Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 03. júlí 2019 21:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pepsi Max-kvenna: Jafntefli í uppgjöri toppliðanna - Selfoss sigraði KR
Alexandra jafnaði á 88. mínútu gegn Val.
Alexandra jafnaði á 88. mínútu gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmfríður öflug hjá Selfyssingum.
Hólmfríður öflug hjá Selfyssingum.
Mynd: Anna Þonn - fotbolti.net
Tveimur leikjum var rétt í þessu að ljúka í áttundu umferð Pepsi Max-deildar kvenna. Fyrr í kvöld gerðu Stjarnan og Þór/KA markalaust jafntefli.

Valur tók á móti Breiðablik í uppgjöri toppliðanna á Origo vellinum. Bæði lið voru með fullt hús stiga, 21 stig, fyrir leik kvöldsins. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Valskonum yfir á tólftu mínútu leiksins eftir sendingu frá Fanndísi Friðriksdóttur.

Hlín Eiríksdóttir tvöfaldaði svo forskotið um stundarfjórðungi síðar. Aftur var það Fanndís sem lagði upp markið. Blikar náðu að minnka muninn fyrir hálfleik. Berglind Björg kláraði þá eftir frábæra sendingu frá Ástu Eir.

Allt virtist stefna í sigur Vals en á 88. mínútu jafnaði Alexandra Jóhannsdóttir leikinn eftir sendingu frá Karólínu Leu. Fimm mínútum var bætt við leikinn en liðunum tókst ekki að skora sigurmark. Jafntefli í uppgjöri toppliðanna staðreynd.

Á Selfossi tóku heimakonur á móti KR. Eitt mark leit dagsins ljós í þeim leik. Fyrrum leikmaður KR, Hólmfríður Magnúsdóttir var þar á ferðinni eftir laglega sendingu frá Önnu Maríu Friðgeirsdóttur.

Selfoss skaust upp í 4. sæti deildarinnar og er með tíu stig. KR er í neðsta sæti með fjögur stig.

Valur 2 - 2 Breiðablik
1-0 Margrét Lára Viðarsdóttir ('12)
2-0 Hlín Eiríksdóttir ('26)
2-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('38)
2-2 Alexandra Jóhannsdóttir ('88)
Lestu um leikinn

Selfoss 1 - 0 KR
1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir ('20)
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner