Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 03. júlí 2019 15:43
Elvar Geir Magnússon
Tilboð frá Ungverjalandi í Aron Bjarna - Sænsk fyrirspurn í Kolbein
Breiðablik hefur fengið tilboð frá Ungverjalandi í Aron Bjarnason.
Breiðablik hefur fengið tilboð frá Ungverjalandi í Aron Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Þórðarson.
Kolbeinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erlend félög hafa áhuga á Aroni Bjarnasyni og Kolbeini Þórðarsyni, leikmönnum Breiðabliks.

Báðir voru þeir valdir í úrvalslið umferða 1-11 í Pepsi Max-deildinni en þar sitja Blikar í öðru sæti.

Sigurður Hlíðar Rúnarsson, starfsmaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, staðfesti við Fótbolta.net að tilboð hefði borist í Aron og það væri í skoðun. Hann vildi ekki gefa upp nafn félagsins en samkvæmt heimildum er um að ræða Újpest frá Búdapest í Ungverjalandi.

Újpest hafnaði í fimmta sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

„Það kom fyrirspurn í Kolbein en það eru samt sem áður engar nýjar fréttir í því. Það koma reglulega fyrirspurnir varðandi hann," segir Sigurður Hlíðar.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Östersund í Svíþjóð áhuga á Kolbeini. Östersund er í tíunda sæti af sextán liðum sænsku úrvalsdeildarinnar.

Aron er 23 ára en Kolbeinn 19 ára.

Ólíklegt að Alfons eða Adam séu á heimleið
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, sagði á mánudag að Blikar hefðu áhuga á að fá Alfons Sampsted og Adam Örn Arnarson, tvo fyrrum leikmenn liðsins.

Sigurður Hlíðar segir að ekkert nýtt sé að frétta af þeim málum en ekki sé útlit fyrir að þeir séu á heimleið. Ólíklegt sé því að þeir klæðist Blikatreyjunni á þessu tímabili.

Alfons, 21 árs, er hjá Norrköping en hefur verið að leika fyrir varaliðið. Adam Örn Arnarson er 23 ára og er hjá Górnik Zabrze í Póllandi en deildin þar hefst síðar í þessum mánuði.

12. umferð Pepsi Max-deildarinnar er ansi dreifð:

fimmtudagur 4. júlí
18:00 Valur-KA (Origo völlurinn)

föstudagur 5. júlí
19:15 Stjarnan-Grindavík (Samsung völlurinn)

laugardagur 6. júlí
14:00 ÍA-Fylkir (Norðurálsvöllurinn)
16:00 ÍBV-KR (Hásteinsvöllur)

sunnudagur 7. júlí
19:15 Breiðablik-HK (Kópavogsvöllur)

mánudagur 8. júlí
19:15 FH-Víkingur R. (Kaplakrikavöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner