Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 03. júlí 2019 11:54
Elvar Geir Magnússon
Tíu dýrustu sem keyptir voru áður en þeir spiluðu landsleik
Aymeric Laporte.
Aymeric Laporte.
Mynd: Getty Images
Her má sjá áhugaverðan lista yfir dýrustu leikmenn sem keyptir hafa verið, án þess að hafa leikið landsleik fyrir þjóð sína.

Nokkrir hafa enn ekki leikið landsleik en þar á meðal er franski varnarmaðurinn Aymeric Laporte sem trónir á toppi listans eftir að hafa verið keyptur frá Bilbao til City.

Margir klóra sér í hausnum yfir því að Didier Deschamps hafi ekki not fyrir Laporte en það er erfitt að gagnrýna hann miðað við árangur franska landsliðsins!

1) Aymeric Laporte (£57m, Athletic Bilbao til Manchester City, 2018)
2) Aaron Wan-Bissaka (£50m, Crystal Palace til Manchester United, 2019)
3) Anthony Martial (£44,73m, Mónakó til Manchester United, 2015)
4) Alex Teixeira (£42,5m, Shakhtar Donetsk til Jiangsu Suning, 2016)
5) Richarlison (£40m, Watford til Everton, 2018)
6) Rodrygo Goes (£40m, Santos til Real Madrid, 2019)
7) Vinicius Junior (£39,6m, Flamengo til Real Madrid, 2016)
8) Malcom (£37,3m, Bordeaux til Barcelona, 2018)
9) Arthur (£35,5m, Gremio til Barcelona, 2018)
10) Ederson (£35m, Benfica til Manchester City, 2017)
Athugasemdir
banner
banner
banner