Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 03. ágúst 2018 08:33
Elvar Geir Magnússon
Helgi Kolviðs hættur hjá KSÍ - Ekki áfram í teyminu
Icelandair
Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson.
Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hjá KSÍ hafa menn tekið ákvörðun um að fara aðrar leiðir sem er skiljanlegt. Nýr þjálfari gæti viljað búa til sitt eigið teymi," segir Helgi Kolviðsson í viðtali við Morgunblaðið.

Helgi verður ekki áfram hluti af þjálfarateymi íslenska landsliðsins en hann var aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar.

Helgi starfaði að leikgreiningu fyrir íslenska landsliðið á EM 2016 og Heimir Hallgrímsson fékk hann svo sem sinn aðstoðarmann þegar Lars Lagerback hvarf á braut.

„Tíminn með Lars og Heimi var frábær og svo fékk ég að starfa með Heimi í framhaldinu og hann er skipulagðasti þjálfari sem ég hef kynnst á ævinni. Og bý ég þó í Þýskalandi sem segir ýmislegt. Skipulagið, öll hugsun og sálfræði er fyrsta flokks hjá Heimi. Ofan á það varð samsetningin á teyminu mjög góð að mínu mati," segir Helgi við Morgunblaðið en hann var leikmaður íslenska landsliðsins á sínum tíma.

„ Enn þann dag í dag fær ég gæsahúð þegar ég sé landsliðstreyjuna og heyri þjóðsönginn. Það hefur ekkert breyst og maður gat ekki beðið um meira en að fá að taka þátt í landsliðsverkefnum aftur."

Eins og Fótbolti.net greindi frá í gær er KSÍ í viðræðum við Erik Hamren um að taka við landsliðinu. Marcus Allback, sem var aðstoðarmaður hans hjá sænska landsliðinu, var hér á landi og líklegt að hann komi með honum í verkefnið ef málin verða kláruð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner