Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. ágúst 2018 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Scaloni og Aimar stýra Argentínu þar til þjálfari finnst
Pablo Aimar á HM 2006.
Pablo Aimar á HM 2006.
Mynd: Getty Images
Jorge Sampaoli var rekinn sem þjálfari Argentínu eftir slakt gengi á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Lionel Scaloni og Pablo Aimar taka við af honum þar til réttur maður finnst til að taka starfið að sér.

Argentínumenn virkuðu ósannfærandi á mótinu og var Sampaoli kennt um enda virtist hann vera búinn að missa klefann áður en mótið byrjaði.

Scaloni og Aimar eru báðir ungir og nýlega búnir að leggja skóna á hilluna. Aimar á 52 landsleiki að baki en Scaloni lék aðeins sjö sinnum fyrir Argentínu.

Scaloni var aðstoðarþjálfari Sampaoli á meðan Aimar hefur stýrt U17 liði Argentínu síðasta árið.

Næsti leikur Argentínu er æfingaleikur gegn Gvatemala í Los Angeles sjöunda september og honum fylgir leikur gegn Kólumbíu í New Jersey þann ellefta.

„Við ætlum að taka okkur góðan tíma í að velja næsta þjálfara. Pablo og Lionel sjá um landsliðið á meðan," sagði Claudio Tapia, forseti argentínska knattspyrnusambandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner