Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. ágúst 2020 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bild og Sky: Man Utd fær að greiðsludreifa Sancho
Mynd: Getty Images
Bild og Sky Sports halda því fram að Manchester United og Borussia Dortmund séu í viðræðum þessa stundina um kaupverð á Jadon Sancho.

Dortmund sættir sig ekki við minna en 120 milljónir evra, sem Man Utd getur ekki greitt í sumar.

Þýska félagið er þó sagt vera opið fyrir því að leyfa Rauðu djöflunum að kaupa ungstirnið og greiðsludreifa milljónunum á næstu þrjú ár.

Bild segir að félögin séu nálægt því að komast að samkomulagi. Tilboð Man Utd mun hljóða uppá 120 milljónir og borgar enska félagið 70 milljónir strax í sumar.

Rauðu djöflarnir myndu borga 30 miilljónir á næsta ári og svo 20 milljónir árið 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner