Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. ágúst 2020 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho lofsamar Lucas Moura - „Hann er liðsmaður"
Lucas Moura fékk litla hvíld á tímabilinu
Lucas Moura fékk litla hvíld á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Portúgalski knattspyrnustjórinn Jose Mourinho var afar ánægður með frammistöðu Lucas Moura með Tottenham á tímabilinu sem var að klárast.

Moura spilaði 47 leiki í öllum keppnum með Tottenham og komst hjá því að meiðast á meðan Dele Alli, Son Heung-Min, Steven Bergwijn og Harry Kane voru frá.

Brasilíski leikmaðurinn tók því álagið á sig á erfiðu tímabili en Tottenham tókst að tryggja sér Evrópudeildarsæti í lokaumferðinni.

„Með öll þau vandamál sem við vorum að glíma við þá var Lucas sennilega einn af fáum leikmönnum sem var þarna frá því ég mætti á svæðið og hætti aldrei að leggja sig fram, fyrir utan einhverja örfáa leiki þar sem hann var alveg búinn á því útaf því hann var að spila alla leiki," sagði Mourinho.

„Hann gerði allt fyrir okkur á þessu tímabili. Hann spilaði í öllum stöðum. Hann spilaði sem framherji þegar við vorum ekki með framherja. Hann fékk enga hvíld og þurfti að spila alla leiki í öllum keppnum."

„Það var magnað og sýnir hversu mikill liðsmaður hann er. Hann er mjög stöðugur leikmaður sem fórnar sér fyrir liðið,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner