Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. ágúst 2020 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Willian hafnaði samningstilboði Chelsea - Orðaður við Arsenal
Willian er kominn með 11 mörk í 47 leikjum á tímabilinu. Hann er meðal annars eftirsóttur af Barcelona.
Willian er kominn með 11 mörk í 47 leikjum á tímabilinu. Hann er meðal annars eftirsóttur af Barcelona.
Mynd: Getty Images
Brasilíski kantmaðurinn Willian er líklegast á förum frá Chelsea þegar tímabili félagsins lýkur með leik gegn Bayern München í Meistaradeildinni síðar í mánuðinum.

Chelsea er þremur mörkum undir í viðureigninni eftir að hafa tapað fyrri leik 16-liða úrslitanna á heimavelli.

Willian verður 32 ára síðar í ágúst og vill þriggja ára samning til að vera áfram hjá Chelsea, en Lundúnafélagið er aðeins reiðubúið til að bjóða tveggja ára samning.

Arsenal hefur verið orðað við Willian og virðast þeir rauðklæddu vera tilbúnir til að bjóða honum þriggja ára samning, honum og Pierre-Emerick Aubameyang fyrirliða.

Frank Lampard telur Willian mikilvægan part af Chelsea-liðinu en er sammála stjórninni og telur ekki sniðugt að gefa honum svo langan samning. Sérstaklega ekki þegar leikmenn á borð við Timo Werner, Hakim Ziyech og Christian Pulisic geta leyst stöðuna hans af hólmi.
Athugasemdir
banner
banner
banner