Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. september 2019 23:06
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Vængir Júpiters unnu Augnablik
Vængir Júpiters unnu Augnablik örugglega í kvöld
Vængir Júpiters unnu Augnablik örugglega í kvöld
Mynd: Vængir Júpiters - Twitter
Augnablik 0 - 2 Vængir Júpiters
0-1 Ísak Eyþór Guðlaugsson ('5, sjálfsmark )
0-2 Magnús Pétur Bjarnason ('51 )

Vængir Júpiters unnu góðan 2-0 sigur á Augnablik í 3. deild karla í kvöld.

Vængirnir tóku þátt í Meistaradeild Evrópu í Futsal á dögunum og var þetta því fyrsti leikurinn þeirra eftir það ævintýri.

Ísak Eyþór Guðlaugsson varð fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net á 5. mínútu og þá gulltryggði Magnús Pétur Bjarnason sigurinn með marki á 51. mínútu.

Vængirnir með öruggan sigur og eru því í 4. sæti með 37 stig, sjö stigum á eftir KF sem er í öðru sæti. Liðið á enn tölfræðilegan möguleika á að komast upp en það þarf allt að falla með þeim í lokaumferðunum.

Augnablik er á meðan í basli í næst neðsta sæti með 13 stig þegar þrjár umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner