Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 03. september 2019 09:37
Magnús Már Einarsson
Alexis Sanchez: Sé ekki eftir að hafa farið til Man Utd
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez segist ekki sjá eftir því að hafa gengið í raðir Manchester United frá Arsenal í janúar árið 2018.

Hinn þrítugi Sanchez er nú mættur til Inter á láni eftir erfiða 19 mánuði hjá Manchester United. Sanchez er launahæstur hjá United en hefur einungis skorað fimm mörk í 45 leikjum.

„Ég er mjög ánægður með að hafa farið til Manchester United. Ég hef alltaf sagt það. Þetta er það félag sem hefur unnið mest á Englandi," sagði Sanchez.

„Þegar ég fór til Arsenal þá var það stórkostlegt. Ég var ánægður þar en United var vaxandi á þessum tíma og félagið var að kaupa leikmenn til að vinna eitthvað."

„Ég vildi ganga í raðir þeirra og vinna allt. Ég sé ekki eftir að hafa farið þangað."

Athugasemdir
banner
banner