Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. september 2019 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Ben Arfa hafnaði West Ham - Leitar að spennandi áskorun
Hatem Ben Arfa í leik með Rennes
Hatem Ben Arfa í leik með Rennes
Mynd: Getty Images
Franski sóknartengiliðurinn Hatem Ben Arfa er enn án félags eftir að glugginn lokaði í Evrópu en hann yfirgaf Rennes eftir síðustu leiktíð.

Ben Arfa, sem er 32 ára gamall, fór frá Rennes eftir síðustu leiktíð en hann varð bikarmeistari með liðinu eftir að hafa unnið Paris Saint-Germain í úrslitum.

Þessi franski snillingur er með ótrúlegu hæfileika og getu en persónuleiki hans utan vallar og óstöðugleiki hans í frammistöðum hefur haft sitt að segja.

Hann hefur leikið með félögum á borð við Lyon, St. Etienne, Newcastle, Hull, Paris Saint-Germain, Nice og nú síðast Rennes en hann hefur fengið mikið af tilboðum í sumar.

Ben Arfa er enn án félags þar sem hann hefur hafnað öllum tilboðunum en hæst ber að nefna tilboð frá Fiorentina og West Ham United. Hann tekur oft upp á ýmsum uppátækjum en hann er afar ljóðrænn á Instagram og virðist kunna að meta franska ljóðskáldið Victor Hugo.

„Þau tilboð sem ég hef í höndum er ekki nógu spennandi fyrir mig. Þetta er svipað og með konu, ef hún kveikir ekki í þér láttu hana eiga sig," sagði Ben Arfa.


Athugasemdir
banner
banner
banner