banner
   þri 03. september 2019 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Er betri í þessu með vinstri
Pétur Bjarnason (Vestri)
Pétur í leik með Vestra.
Pétur í leik með Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur gerði tvennu gegn Dalvík/Reyni. Sigurmark hans var stórkostlegt.
Pétur gerði tvennu gegn Dalvík/Reyni. Sigurmark hans var stórkostlegt.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Vestri er á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir.
Vestri er á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri er á toppi 2. deildar karla þegar þrjá umferðir eru eftir. Vestri vann um síðustu helgi 2-1 útisigur gegn Dalvík/Reyni þar sem Pétur Bjarnason skoraði bæði mörkin. Hann er leikmaður 19. umferðar á Fótbolta.net.

„Þetta var erfiður leikur á móti góðu liði. Við vissum að þetta yrði þannig. Mér fannst við mikið sterkari í upphafi leiks, vorum mikið með boltann og sköpuðum nokkrar góðar sóknir. Þeir vöknuðu svo aðeins við þetta jöfnunarmark og úr varð nokkuð jafn seinni hálfleikur, en mér fannst við þó alltaf líklegri. Við höfum oft spilað betur í sumar og því sterkt að taka öll stigin heim," segir Pétur um leikinn á móti Dalvík/Reyni.

Sigurmarkið sem Pétur gerði í leiknum var einstaklega flott. Það má sjá hérna. Pétur er réttfættur, en hann skoraði með vinstri.

„Þetta var ágætis bolti frá Elmo og hugsunin var bara að stýra honum á markið. Ég skoraði svipað mark gegn Kára í fyrra með vinstri og held að hann hafi átt sendinguna þá líka. Ég er betri í þessu með vinstri heldur en hægri."

Erum í frábærri stöðu
Pétur hefur reynst mikilvægur fyrir Vestramenn í síðustu leikjum, hann hefur skorað sigurmörkin í síðustu tveimur leikjum. Liðið hefur fengið mjög mikilvæg sex stig úr þeim leikjum og er Pétur ánægður með það.

„Já, auðvitað er ég ánægður með það. Við erum búnir að vinna okkur inn smá forskot á toppnum með þessum sigrum. Við erum í frábærri stöðu, en það eru þrír erfiðir leikir eftir."

Pétur er kominn með sex mörk í 18 deildarleikjum í sumar. Um sína frammistöðu í sumar segir hann:

„Heilt yfir finnst mér ég vera búinn að eiga ágætis sumar. Að sjálfsögðu eru leikir þar sem ég hefði viljað gera miklu betur og skora fleiri mörk, en það sem skiptir mig mestu máli er að ég er að spila vel í dag, ég er að skora og liðið er á toppnum, ég er mjög ánægður."

Getum tekið þá reynslu með okkur
Framan af sumari vantaði stöðugleikann hjá Vestra. Núna virðist sá stöðugleiki hafa verið fundinn og er liðið búið að vinna fimm leiki í röð. Vestri er á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir með 39 stig, fjórum stigum meira en Leiknir sem er í þriðja sæti.

„Við erum búnir að sýna mikinn karakter í seinustu leikjum og farnir að tengja saman sigra sem skapar stemningu. Ég held að þetta sé það í bland við það að við erum orðnir betri í því sem við erum að gera," segir Pétur spurður að því hvað valdi þessari sigurgöngu sem er núna í gangi hjá Vestra.

Vestri er í mjög góðu færi á að leika í Inkasso-deildinni á næsta tímabili.

„Markmiðið er búið að vera það að komast upp úr þessari deild síðan við féllum (árið 2015). Við vorum grátlega nálægt því í fyrra og klúðruðum því sjálfir. Við getum tekið þá reynslu með okkur inn í leikina sem eru eftir og ætlum okkur að vinna þá alla," sagði Pétur Bjarnason, leikmaður 19. umferðar 2. deildar karla, að lokum.

Næsti leikur Vestra er gegn KFG á heimavelli á föstudaginn. Vestri á einnig eftir að mæta Leikni Fáskrúðsfirði á útivelli og botnliði Tindastóls á heimavelli.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð: Isaac Freitas Da Silva (Vestri)
Bestur í 2. umferð: Kaelon Fox (Völsungur)
Bestur í 3. umferð: Aron Grétar Jafetsson (KFG)
Bestur í 4. umferð: Nikola Kristinn Stojanovic (Fjarðabyggð)
Bestur í 5. umferð: Mehdi Hadraoui (Víðir)
Bestur í 6. umferð: Ari Steinn Guðmundsson (Víðir)
Bestur í 7. umferð: Unnar Ari Hansson (Leiknir F.)
Bestur í 8. umferð: Þór Llorens Þórðarson (Selfoss)
Bestur í 9. umferð: Daniel Garcia Blanco (Leiknir F.)
Bestur í 10. umferð: Borja Lopez Laguna (Dalvík/Reynir)
Bestur í 11. umferð: Enok Eiðsson (Þróttur V.)
Bestur í 12. umferð: Kenan Turudija (Selfoss)
Bestur í 13. umferð: Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Bestur í 14. umferð: Gilles M'Bang Ondo (Þróttur V.)
Bestur í 15. umferð: Gonzalo Bernaldo Gonzalez (Fjarðabyggð)
Bestur í 16. umferð: Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss)
Bestur í 17. umferð: Sæþór Ívan Viðarsson (Leiknir F.)
Bestur í 18. umferð: Andri Júlíusson (Kári)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner