Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. september 2019 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Chiellini frá næstu sex mánuði
Giorgio Chiellini verður ekki með meirihluta tímabilsins
Giorgio Chiellini verður ekki með meirihluta tímabilsins
Mynd: Getty Images
Giorgio Chiellini, lykilmaður Juventus á Ítalíu, verður ekki með liðinu næstu sex mánuði en hann reif liðþófa í hné á æfingu í síðustu viku.

Chiellini, sem er 35 ára gamall, hefur verið hjartað í vörninni hjá Juventus síðustu fjórtán ár og var að hefja fimmtánda tímabil sitt hjá félaginu áður en hann meiddist á æfingu.

Hann hélt til Austurríkis á dögunum og gekkst þar undir aðgerð en ljóst er að hann verður frá næstu sex mánuði.

Þetta er mikil blóðtaka fyrir Juventus en Leonardo Bonucci og Mathijs de Ligt voru saman í vörninni í 4-3 sigrinum á Napoli á dögunum.

Chiellini á yfir 500 leiki fyrir Juventus og hefur hann skorað 36 mörk í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner