Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 03. september 2019 20:30
Brynjar Ingi Erluson
Emre Can ekki í Meistaradeildarhópnum hjá Juventus
Emre Can spilar ekki í Meistaradeildinni, alla vega fyrri hluta tímabils
Emre Can spilar ekki í Meistaradeildinni, alla vega fyrri hluta tímabils
Mynd: Getty Images
Þýski landsliðsmaðurinn Emre Can er ekki í Meistaradeildarhópi Juventus fyrir riðlakeppnina en hópurinn var tilkynntur í dag.

Can, sem er 25 ára gamall, kom til Juventus frá Liverpool á frjálsri sölu á síðasta ári en hann lék 37 leiki og skoraði 4 mörk á síðustu leiktíð.

Juventus er með ansi marga miðjumenn í hópnum í ár en Adrien Rabiot og Aaron Ramsey bættust við hópinn.

Can var eini miðjumaðurinn sem missti af því að komast í hópinn og því afar svekkjandi fyrir hann en hægt er að skrá hann í hópinn aftur í janúar ef Juventus fer í 16-liða úrslit.

Juventus er með Atlético Madrid, Bayer Leverkusen og Lokomotiv Moskvu í riðli.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner