Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. september 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Eriksen: Vildi að ég gæti ákveðið þetta eins og í Football Manager
Mynd: Getty Images
„Ég vildi að ég gæti ákveðið þetta eins og í Football Manager (tölvuleiknum) en því miður get ég það ekki," sagði Christian Eriksen í viðtali við Ekstra Bladet í Danmörku í dag.

Eriksen sagði í sumar að hann vildi fara frá Tottenham og prófa eitthvað nýtt en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

Eriksen var orðaður við Real Madrid en nú er ljóst að hann fer ekki neitt fyrr en í fyrsta lagi í janúar þar sem búið er að loka félagaskiptaglugganum á Spáni.

Daninn segist ekki líta svo á að ummæli sín í sumar hafi verið mistök.

„Nei, þau voru það ekki. Þú veist aldrei hvað gerist í fótbolta. Það kemur margt inn í reikninginn. Það er ekki erfitt fyrir mig að hreinsa hausinn. Ég les ekki mikið af því sem er skrifað."
Athugasemdir
banner
banner
banner