Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. september 2019 05:55
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ísland í dag - Hvaða lið fara í undanúrslit úrslitakeppninnar?
Björninn mætir Hvíta Riddaranum, fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli.
Björninn mætir Hvíta Riddaranum, fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli.
Mynd: Björninn
Það eru nokkrir leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag, í 4. deild fara fram seinni leikirnir í fyrsta hluta úrslitakeppninnar.

Þrír af fjórum leikjunum í úrslitakeppni 4. deildarinnar hefjast klukkan 17:15. Elliði sem sigraði GG í fyrri leik liðanna 4-2 heimsækir Grindavíkurvöll. Hamar hafði betur 3-2 gegn Kormáki/Hvöt í fyrri leik liðanna en seinni leikurinn fer fram á Blönduósvelli í dag. Ægir og Ýmir mætast á Þorlákshafnarvelli, Ægir er í góðri stöðu eftir fyrri leikinn sem þeir unnu 0-2.

Klukkan 19:00 hefst leikur Bjarnarins og Hvíta Riddarans, fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli. Næstkomandi laugardag, 7. september, fara undanúrslitin í úrslitakeppninni fram.

Það er einnig einn leikur á dagskrá í 3. deild, þar mætast Augnablik og Vængir Júpiters. Flautað verður til leiks klukkan 19:00.

þriðjudagur 3. september

3. deild karla
19:00 Augnablik-Vængir Júpiters (Fagrilundur - gervigras)

4. deild karla úrslitakeppni - 4. deild karla
17:15 GG-Elliði (Grindavíkurvöllur)
17:15 Kormákur/Hvöt-Hamar (Blönduósvöllur)
17:15 Ægir-Ýmir (Þorlákshafnarvöllur)
19:00 Björninn-Hvíti riddarinn (Fjölnisvöllur - Gervigras)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner