Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. september 2019 16:15
Magnús Már Einarsson
Malaga hafði ekki efni á að halda Okazaki
Mynd: Getty Images
Japanski framherjinn Shinji Okazaki hefur yfirgefið herbúðir Malaga á Spáni eftir einungis 34 daga.

Okazaki kom til Malaga frá Leicester í sumar en hafði ekki komið við sögu í fyrstu þremur leikjum tímabilsins.

Malaga hafði ekki efni á að borga laun leikmannsins og til að standast leyfiskerfi í spænsku B-deildinni ákvað félagið að ná samkomulagi um starfslok við Okazaki.

Okazaki er 34 ára gamall en hann vann ensku úrvalsdeildina með Leicester árið 2016.
Athugasemdir
banner