Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 03. september 2019 08:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Robertson um Firmino: Veit ekki hvar við værum án hans
Firmino fær mikið hrós frá liðsfélaga sínum, Andrew Robertson.
Firmino fær mikið hrós frá liðsfélaga sínum, Andrew Robertson.
Mynd: Getty Images
Roberto Firmino skoraði eitt og lagði upp eitt í 0-3 sigri Liverpool á Burnley á laugardaginn. Skoski bakvörðurinn Andrew Robertson er ánægður með vinnusemi félaga síns.

„Hann er mjög vinnusamur og teknískur leikmaður sem skorar alltaf sín mörk og er út um allan völl að berjast fyrir liðið. Það er enginn honum líkur."

„Fólk talar um að það séu margir framherjar betri en hann, en vinnusemi hans er ótrúleg og mjög mikilvæg fyrir liðið. Ég veit ekki hvar við værum án hans, hann er í heimsklassa, " sagði Robertson um Firmino.

Liverpool er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni, næsti leikur liðsins er gegn Newcastle þann 14. september.
Athugasemdir
banner
banner