Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 03. september 2019 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Rúnar Már: Fjölskyldan er að missa sig yfir þessu
Mætir Manchester United eftir landsleikina
Icelandair
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hef verið þarna í tvo mánuði og þetta hefur verið vonum framar. Þetta hefur verið æðislegt og mér líður fáránlega vel," sagði íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson við Fótbolta.net í dag en hann samdi í sumar við Astana í Kasakstan.

Rúnar hefur verið öflugur í byrjun tímabils með Astana á dögunum en liðið komst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og fær það stórlið Manchester United í heimsókn. Rúnar hefur lengi verið stuðningsmaður United sem og fjölskylda hans.

„Vissulega er leikur 19. september á Old Trafford sem maður leit strax á þegar var dregið. Fjölskyldan er að missa sig yfir þessu núna en ég reyni að halda mér rólegum. Ég verð að fókusa á mig og þessa landsleiki svo ég geti haldist heill og spilað þarna eftir nokkrar vikur."

Astana er einnig með Partizan Belgrad og AZ Alkmaar í riðli. „Ég held að við eigum alveg séns í þessum riðli. Manchester United er topplið þarna en ég held að hin þrjú séu mjög svipuð. Við þurfum að gera heimavöllinn að vígi. Við þurfum að ná í stig þar og reyna að komast upp úr þessum riðli," sagði Rúnar.

Rúnar hefur verið í byrjunarliðinu í tveimur af fjórum leikjum hingað til í undankeppni EM. Hann er klár í leikina sem eru framundan gegn Moldavíu og Albaníu.

„Ég er klár eins og alltaf. Ég hef verið að spila þokkalega mikið með landsliðinu undanfarið ár. Ég veit ekkert hvort ég spila eða ekki en ég er klár og auðvitað vill maður alltaf spila. Síðan kemur það bara í ljós,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner