Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 03. september 2019 23:29
Brynjar Ingi Erluson
Stuðningsmenn Inter: Rasismi er ekki vandamál á Ítalíu
Romelu Lukaku skoraði gegn Cagliari og varð fyrir kynþáttafordómum
Romelu Lukaku skoraði gegn Cagliari og varð fyrir kynþáttafordómum
Mynd: Getty Images
Curva Nord, stærsta stuðningsmannasveit Inter, hefur skrifað til Romelu Lukaku, framherja liðsins, en þar er haldið því fram að kynþáttafordómar séu í raun ekki vandamál á Ítalíu.

Lukaku gekk til liðs við Inter frá Manchester United á dögunum en hann er þegar farinn að láta til sín taka á vellinum og er þegar kominn með 2 mörk í 2 deildarleikjum.

Hann skoraði úr vítaspyrnu í 2-1 sigrinum á Cagliari á dögunum en þar varð hann fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Cagliari.

Lukaku hefur fengið mikinn stuðning frá leikmönnum og félögum um allan heim en stuðningsmannasveit Inter, Curva Nord, hefur þó komið stuðningsmönnum Cagliari til varnar en hér fyrir neðan má sjá bréfið sem þeir skrifuðu til Lukaku.

Bréfið er stórfurðulegt í raun en kynþáttafordómar hafa verið risastórt vandamál í knattspyrnu og þá sérstaklega á Ítalíu.

Bréf frá Curva Nord

Hæ Romelu,

Við erum að skrifa fyrir hönd Curva Nord, þeirra sem buðu þig velkomnan á flugvellinum í Mílanó þegar þú lentir. Við erum mjög leiðir yfir því að þú hafir haldið að það sem gerðist á leiknum hafi verið kynþáttafordómar. Þú verður að skilja að Ítalía er ekki eins og margar aðrar þjóðir í Norður-Evrópu þar sem kynþáttafordómar eru mjög stórt vandamál.

Við erum ekki rasistar og ekki stuðningsmenn Cagliari heldur. Þú ættir frekar að líta á þessa söngva sem virðingu við þig. Þetta er meira hræðsla við að þú skorir mörk gegn þeim, ekki af því þeir hata þig eða að þeir eru rasistar.

Athugasemdir
banner
banner