Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. september 2019 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Umboðsmaður Duncan notaði klisjur á Instagram - Þakkar stuðninginn
Bpbby Duncan er farinn til Fiorentina
Bpbby Duncan er farinn til Fiorentina
Mynd: Getty Images
Saif Rubie, umboðsmaður enska framherjans Bobby Duncan, hefur tjáði sig á Instagram en skjólstæðingur hans samdi við Fiorentina undir lok gluggans.

Duncan, sem er 18 ára gamall, samdi við Liverpool á síðasta ári og spilaði með unglinga- og varaliði félagsins á síðasta tímabili áður en hann fékk tækifærið á undirbúningstímabilinu með aðalliðinu.

Undir lok Evrópugluggans ákvað Duncan ásamt umboðsmanni sínum að gefa út yfirlýsingu en hann sagði þar frá því að hann hefði ekki farið út í fjóra daga og væri þunglyndur heima hjá sér þar sem Liverpool hafði komið í veg fyrir að hann færi frá félaginu.

Liverpool hafnaði þar tilboðum frá Fiorentina og Nordsjælland í Danmörku meðal annars en Rubie fór hamförum á Twitter og reifst þar við Jamie Carragher, sparkspeking á Sky Sports og fyrrum leikmann Liverpool.

Stuðningsmenn Liverpool grófu upp vafasamar færslur í nafni Rubie og ákvað umboðsmaðurinn að láta sig hverfa þaðan. Í gær keypti svo Fiorentina Duncan frá Liverpool en Rubie skrifar færslu um það á Instagram.

„1 prósent af heiminum verður að vera tilbúið að gera það sem 99 prósentin munu ekki gera. Í mínu fagi kemur enginn nálægt því sem ég geri. Það er ekki alltaf gleði og hamingja í þessu og maður verður að aðlagast og vinna úr aðstæðum. Bobby Duncan á nú möguleika á því að því að prufa hluti sem ekki margir enskir leikmenn hafa upplifað. Það er eitthvað sem leiðtogar gera, því viðer eum ekki fylgjendur. Ég vil þakka fólkinu sem hefur veitt mér stuðning á þessum erfiðu tímum. Gleðin að hafa náð þessu í gegn segir mér að allur efinn og erfiðleikarnir voru þess virði," segir Rubie meðal annars í færslunni.


Athugasemdir
banner
banner