þri 03. september 2019 20:50
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM kvenna: Svíar ekki í vandræðum með Letta
Kosovare Asllani skoraði fyrir Svíþjóð
Kosovare Asllani skoraði fyrir Svíþjóð
Mynd: Getty Images
Einn leikur fór fram í riðli Íslands í undankeppni Evrópumótsins en Svíþjóð vann Lettland, 4-1.

Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum en liðið vann Ungverjaland 4-1 og Slóvakíu 1-0.

Svíar voru á meðan að spila fyrsta leik sinn í riðlinum í kvöld en liðið hafði betur gegn Lettlandi, 4-1.

Amanda Ilestedt, Linda Sembrant, Caroline Seger og Kosovare Asllani gerðu mörk sænska liðsins en liðið fór alla leið í undanúrslit HM í sumar en tapaði fyrir Hollandi í framlengingu.

Ísland er á toppi F-riðils undankeppninnar með 6 stig en Svíþjóð kemur næst á eftir með 3 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Lettland 1 - 4 Svíþjóð
1-0 Olga Sevcova ('14 )
1-1 Linda Sembrant ('32 )
1-2 Amanda Ilestedt ('50 )
1-3 Caroline Seger ('59, víti )
1-4 Kosovare Asllani ('68 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner