Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 03. september 2019 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Wenger saknar fótboltans - Gæti snúið aftur bráðlega
Arsene Wenger vill komast aftur að í boltanum
Arsene Wenger vill komast aftur að í boltanum
Mynd: Getty Images
Franski þjálfarinn Arsene Wenger hætti með Arsenal í maí á síðasta ári eftir 22 ár hjá félaginu en hann er nú þegar farinn að sakna fótboltans.

Wenger gerði magnaða hluti með Arsenal en hann vann ensku úrvalsdeildina þrisvar og FA-bikarinn sjö sinnum auk þess sem hann fór í úrslit Meistaradeildarinnar árið 2006.

Tímabilið 2003/2004 vann Arsenal deildina og fór liðið taplaust í gegnum leiktíðina en ekkert annað lið hefur afrekað að gera slíkt hið sama í efstu deild á Englandi.

Wenger ákvað að kalla þetta gott á síðasta ári og taka sér frí frá fótbolta en hann vill komast aftur að og fá eitt gigg í viðbót áður en hann leggur boltann alfarið á hilluna.

Það þarf þó ekki að vera að hann taki við þjálfarastöðu en hann gæti mögulega tekið við sem tæknilegur ráðgjafi eða yfirmaður íþróttamála ef það stendur til boða.

„Ég get ekki lifað með þeirri staðreynd að ég verð aldrei aftur á hliðarlínunni. Ég gæti tekið við annarri stöðu í framtíðinni en ég er viss um það að ég vil taka eitt ævintýri í viðbót," sagði Wenger.
Athugasemdir
banner
banner
banner