Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 03. október 2019 11:10
Fótbolti.net
96 mínútur á milli marka hjá Gary Martin - Lennon kemur næstur
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
96 mínútur liðu á milli marka hjá markakónginum Gary Martin í Pepsi Max-deildinni í sumar en hann skoraði 14 mörk í 15 leikjum í deildinin. Þetta kemur fram í tölfræði sem Leifur Grímsson hefur tekið saman.

Steven Lennon er með næstbesta markafjöldann miðað við mínútur en hann skoraði að meðaltali á 109 mínútna fresti. Patrick Pedersen kom þar á eftir með mark að meðaltali á 121 mínútu fresti.

Ef leikmenn sem eru með færri leiki en 11 væru með í jöfnunni væri Ólafur Aron Pétursson miðjumaður KA efstur en hann skoraði eitt mark á þeim 70 mínútum sem hann spilaði.

Morten Beck Guldsmed framherji FH var með mark á 90 mínútna fresti en hann skoraði átta mörk í átta leikjum.

Mínútur á milli marka (11 leikir eða meira)
Gary Martin (Valur/ÍBV) - 96 mínútur á milli marka (14 mörk)
Steven Lennon (FH) 109 mínútur á milli marka (13 mörk)
Patrick Petersen (Valur) 121 mínúta á milli marka (8 mörk)
Björgvin Stefánsson (KR) 124 mínútur á milli marka (4 mörk)
Thomas Mikkelsen (Breiðablik) 133 m. á milli marka (13 mörk)
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) 136 mínútur á milli marka (13 mörk)
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan) 143 m. á milli marka (13 mörk)
Geoffrey Castillion (Fylkir) 153 mínútur á milli marka (10 mörk)
Ólafur Karl Finsen (Valur) 163 mínútur á milli marka (5 mörk)
Guðmundur A. Tryggvason (Víkingur) 182 m. á milli marka (7 mörk)
Athugasemdir
banner
banner