Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 03. október 2019 09:58
Magnús Már Einarsson
Albert Guðmunds frá í 4-5 mánuði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar og íslenska landsliðsins, verður frá keppni næstu 4-5 mánuðina vegna meiðsla á ökkla.

Guðmundur Benediktsson, faðir Alberts, greinir frá þessu á Twitter í dag.

Albert meiddist á ökkla í leik gegn Heracles um síðustu helgi og nú hefur komið í ljós að bein er brotið í fæti hans.

Albert fer í aðgerð í Amsterdam vegna meiðslanna og læknar AZ telja að hann verði frá keppni í fjóra til fimm mánuði í kjölfarið.

Það þýðir að Albert verður ekki meira í íslenska landsliðshópnum í undankeppni EM nú í haust auk þess sem hann missir af stórum leikjum hjá AZ Alkmaar í Evrópudeildinni gegn Manchester United.

AZ fær Manchester United í heimsókn í kvöld og fer síðan á Old Trafford í desember.



Athugasemdir
banner
banner
banner