Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 03. október 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bojan með ráð fyrir Fati, Vinicus og Felix
Bojan lék áður fyrr með Stoke.
Bojan lék áður fyrr með Stoke.
Mynd: Getty Images
Bojan Krkic var talinn einn efnilegasti leikmaður veraldar þegar hann var að koma upp hjá Barcelona.

Hann náði ekki að standast þær miklu væntingar sem gerðar voru til hans. Hann hefur á ferli sínum leikið með Roma, AC Milan, Ajax, Stoke, Mainz, Alaves og núna leikur hann með Montreal Impact í MLS-deildinni.

Hann var í viðtali við Radio Marca nýverið og þar var hann beðinn um að gefa ungum leikmönnum sem eru að koma upp, ráð.

„Ég myndi segja Ansu Fati, Vinicius (Junior) og Joao Felix að njóta þess að spila fótbolta," sagði hinn 29 ára gamli Bojan.

Fati er 16 ára gamall leikmaður Barcelona, Vinicius er 19 ára gamall kantmaður Real Madrid og Joao Felix, sem er 19 ára, varð einn dýrasti leikmaður fótboltasögunnar í sumar þegar Atletico borgaði Benfica 113 milljónir punda fyrir hann.

„Ég myndi segja þeim að hugsa ekki of mikið um þessa bylgju. Þeir verða að treysta á gott umhverfi og góða vini."

Bojan líður vel í Kanada þar sem hann spilar núna.

„Ég nýt þess mikið núna að spila fótbolta," sagði Bojan sem kann vel við deildina og lífið í Kanada.

Á síðasta ári opnaði Bojan sig um andleg veikindi.
Athugasemdir
banner
banner