Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. október 2019 18:10
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Jón Guðni byrjar gegn Getafe
Özil í kuldanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Önnur umferð í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fer fram í kvöld og er Jón Guðni Fjóluson í byrjunarliði Krasnodar sem tekur á móti Getafe.

Jón Guðni er afar fjölhæfur leikmaður og lítur út fyrir að hann byrji á miðjunni í dag. Hann getur einnig leikið sem miðvörður og vinstri bakvörður.

Arnór Ingvi Traustason er á bekknum hjá Malmö sem fær Kaupmannahöfn í heimsókn í sannkölluðum Skandínavíuslag.

Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan. Arsenal á einnig leik í dag og má finna bakverðina Hector Bellerin og Kieran Tierney í byrjunarliðinu en þeir eru að koma til baka eftir meiðsli.

Gabriel Martinelli byrjar fremstur með Dani Ceballos fyrir aftan sig. Ainsley Maitland-Niles og Reiss Nelson eru á köntunum.

Ekkert pláss er fyrir Mesut Özil í hópnum en hann er úti í kuldanum hjá Unai Emery.

Arsenal: Martinez, Bellerin, Mustafi, Holding, Tierney, Torreira, Willock, Maitland-Niles, Ceballos, Nelson, Martinelli
Varamenn: Leno, Chambers, Kolasinac, Guendouzi, Xhaka, Aubameyang, Pepe



Krasnodar: Safonov, Martynovich, Namli, Fjóluson, Olsson, Vilheba, Ramírez; Petrov, Spajic, Suleymanov, Berg



Malmö: Antonsson, Bachirou, Bengtsson, Berget, Christiansen, Dahlin, Lewicki, Nielsen, Rieks, Rosenberg, Safari
Varamenn: Beijmo, Innocent, Knudsen, Larsson, Melicharek, Molins, Traustason

Kaupmannahöfn: Johnsson, Varela, Nelsson, Bjelland, Bengtsson, Falk, Stage, Zeca, Fischer, Santos, Pieros
Varamenn: Ibsen, Papagiannopoulos, Daramy, Biel, Bartolec, Holse, Bendtner
Athugasemdir
banner
banner
banner