Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 03. október 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Chilwell sér ekki eftir að hafa hafnað Liverpool
Ben Chilwell mætir á Anfield á laugardag þegar Leicester heimsækir Liverpool.
Ben Chilwell mætir á Anfield á laugardag þegar Leicester heimsækir Liverpool.
Mynd: Getty Images
Ben Chilwell, vinstri bakvörður Leicester, segist ekki sjá eftir því að hafa ekki gengið til liðs við Liverpool fyrr á ferlinum. Brendan Rodgers, núverandi stjóri Leicester, vildi fá Chilwell til Liverpool á sínum tíma.

„Ég var 17 ára á þessum tíma og umboðsmaðurinn sá um þetta allt, að tala við Liverpool og Leicester. Á þeim tímapunkti var ég að einbeita mér að því að komast í U21 liðið hjá Leicester og þaðan í aðalliðið," sagði hinn 22 ára gamli Chilwell.

Árið 2016 bankaði Liverpool aftur upp á en þá hafði Jurgen Klopp áhuga á Chilwell. Hann skrifaði hins vegar undir nýjan fimm ára samning við Leicester og segist ekki sjá eftir því.

„Það er klárlega engin eftirsjá. Þegar ég horfi á síðustu fjögur eða fimm ár þá hef ég byrjað átta leiki með enska landsliðinu og ég er ánægður með það," sagði Chilwell.

„Leicester var rétti staðurinn fyrir mig á þeim tíma og eldri leikmennirnir hafa hjálpað mér mikið. Starfsfólkið hefur haldið mér á jörðinni og það er klárlega engin eftirsjá."
Athugasemdir
banner
banner
banner