fim 03. október 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Ligt: Snýst um að bæta sig á hverjum degi og í hverjum leik
Mynd: Getty Images
Hinn tvítugi Matthijs de Ligt viðurkennir að hann byrjað illa hjá Juventus, en núna sé hann farinn að finna sinn stað hjá félaginu.

De Ligt fór mikinn á síðustu leiktíð. Hann var fyrirliði hjá Ajax sem vann deild og bikar í Hollandi. Einnig komst liðið í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Juventus keypti De Ligt fyrir 75 milljónir evra í sumar. Hann byrjaði ekki vel á Ítalíu og átti til að mynda mjög slakan leik í dramatískum sigri gegn Napoli.

„Ég er enn að venjast því hvernig strákarnir spila. Að vinna Bayer var mjög gott," sagði De Ligt eftir 3-0 sigur á Bayer Leverkusen á þriðjudagskvöld.

„Núna gengur mjög vel. Ég var fyrirliði Ajax og þar hafði ég það gott, hér hef ég þurft að finna minn stað. Mér líður eins og ég hafi fundið hann og ég er ánægður með það."

„Ég byrjaði því miður illa, en þetta snýst um að bæta sig á hverjum degi og í hverjum leik."

„Það er það sem ég er að gera og það gengur vel."

De Ligt hefur leyst Giorgio Chiellini af hólmi í vörninni. Chiellini er meiddur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner