Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. október 2019 22:36
Ívan Guðjón Baldursson
Di Maria: Grétum allir eftir ræðu Messi
Mynd: Getty Images
Lionel Messi bar fyrirliðabandið er Argentína datt úr leik í undanúrslitum Copa America í sumar. Heimamenn í Brasilíu unnu leikinn 2-0.

Messi hefur verið gagnrýndur fyrir framlag sitt til argentínska landsliðsins sem hefur aldrei unnið stórmót með stórstjörnuna innanborðs.

Angel Di Maria og aðrir liðsfélagar Messi eru duglegir við að styðja hann í gegnum gagnrýnina. Fyrr í dag var Di Maria í viðtali á ESPN þar sem hann var spurður út í hvernig er að hafa Messi sem landsliðsfyrirliða.

„Hann er frábær. Eftir tapið gegn Brasilíu í undanúrslitunum kom Messi með ræðu í búningsklefanum sem snerti okkur alla," sagði Di Maria.

„Hann sagðist vera stoltur af frammistöðunni og af ungum leikmönnum Argentínu sem eru að koma upp um þessar mundir.

„Þegar hann kláraði ræðuna fórum við allir að gráta. Orð hans yljuðu okkur um hjartarætur."


Argentína á æfingaleiki við Þýskaland og Ekvador í landsleikjahlénu. Messi verður ekki liðtækur því hann er ennþá í leikbanni eftir Copa America. Hann var dæmdur í þriggja mánaða landsliðsbann fyrir að ásaka stjórnendur mótsins um spillingu.
Athugasemdir
banner
banner