Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 03. október 2019 19:41
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir: Rúnar Már næstbesti maður vallarins
Matic bestur í Hollandi
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fyrri helming leikja kvöldsins í riðlakeppni Evrópudeildarinnar er lokið og komu þrír Íslendingar við sögu.

Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson léku allan leikinn í 0-2 tapi CSKA Moskvu gegn Espanyol.

Þá skoraði Rúnar Már Sigurjónsson í 1-2 tapi Astana gegn Partizan Belgrad.

Tölfræðivefsíðan WhoScored hefur gefið mönnum einkunnir fyrir sitt framlag og þótti Rúnar Már vera meðal bestu manna. Hann fékk 7,6 og var það næsthæsta einkunn leiksins eftir Umar Sadiq sem skoraði tvennu fyrir gestina.

Hörður Björgvin og Arnór voru meðal slökustu manna CSKA. Hörður fékk 6,3 í einkunn og Arnór 5,9.

Þá var einnig gefið einkunnir fyrir leik AZ Alkmaar gegn Manchester United. Þar sem stuðst er við tölfræði fékk enginn leikmaður Rauðu djöflanna sérstaklega lága einkunn og var Nemanja Matic besti maður leiksins, með 7,4.

Man Utd. De Gea (7,3), Dalot (7,3), Lindelöf (6,9), Rojo (7,1), Williams (7,3), Fred (6,6), Matic (7,4), Greenwood (6,3), Mata (6,3), Gomes (6,7), James (6,6)
Varamenn: McTominay (6,2), Rashford (6,1), Lingard (6)

Hér fyrir neðan er svo hægt að sjá einkunnagjöf Sky Sports

AZ Alkmaar: Bizot (6), Sugawara (7), Vlaar (7), Wuytens (7), Wijndal (7), Midtsjo (6), De Wit (7), Koopmeiners (7), Stengs (7), Idrissi (7), Boadu (7).

Man Utd: De Gea (6), Dalot (7), Lindelof (6), Rojo (6), Williams (7), Fred (5), Matic (6), Mata (6), Gomes (5), James (6), Greenwood (6).
Varamenn: McTominay (5), Lingard (5), Rashford (5).
Athugasemdir
banner
banner
banner