Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. október 2019 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Emery: Ekki langt frá því að geta spilað á hæsta stigi
Mynd: Getty Images
Unai Emery var mjög ánægður með 4-0 sigur Arsenal gegn Standard Liege í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Emery tefldi fram byrjunarliði með mikið af ungum leikmönnum og mönnum sem eru að ná sér eftir meiðsli. Sú uppstilling virkaði afar vel og niðurstaðan sannfærandi sigur.

Emery er óhræddur við að nota ungu leikmenn sína í Evrópudeildinni og stillti hann svipuðu byrjunarliði upp á útivelli gegn Eintracht Frankfurt í síðustu umferð. Þar uppskar Arsenal 0-3 sigur.

„Það er mjög mikilvægt að vera með sex stig eftir tvær fyrstu umferðirnar. Stigin gefa okkur sjálfstraust og frammistöðurnar líka, við höfum verið frábærir hingað til," sagði Emery.

„Við spiluðum mjög vel stærsta hluta leiksins en það voru kaflar þar sem ákefðin minnkaði og þeir fengu tíma á boltanum. Við héldum þó hreinu sem er alltaf mikilvægt.

„Strákarnir spiluðu virkilega vel í kvöld, þetta er stórkostlegur sigur. Það er mikilvægt að gefa ungum leikmönnum tækifæri því þeir eru framtíð félagsins. Ungu mennirnir sem spiluðu hér í dag eru ekki langt frá því að geta spilað á hæsta stigi."


Í kvöld gerði brasilíski táningurinn Gabriel Martinelli fyrstu tvö mörkin fyrir Arsenal áður en Joe Willock og Dani Cebalos bættu við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner