Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 03. október 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Emery: Pepe mun eiga góðan feril hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Arsenal, hefur komið Nicolas Pepe til varnar eftir erfiða byrjun kantmannsins á tímabilinu. Pepe kom til Arsenal frá Lille á 72 milljónir punda í sumar og varð um leið dýrastur í sögu félagsins.

Hinn 24 ára gamli Pepe hefur einungis skorað eitt mark síðan þá en það kom af vítapunktinum. Hann átti ekki góðan dag í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester United í vikunni.

„Pepe er ótrúlegur leikmaður. Ég er viss um að hann á eftir að eiga góðan feril hér," sagði Emery.

„Hann þarf tíma en þetta er ekki auðvelt fyrir marga leikmenn fyrsta mánuðinn eftir að þeir koma hingað. Ég ætla að vinna með honum til að aðlögunin verði auðveldari fyrir hann."

Sjá einnig:
Pepe meðvitaður um að hann verði að gera betur
Athugasemdir
banner
banner
banner