Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 03. október 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin í dag - Man Utd heimsækir AZ
Það hefur ekki gengið vel hjá Solskjær og hans mönnum upp á síðkastið.
Það hefur ekki gengið vel hjá Solskjær og hans mönnum upp á síðkastið.
Mynd: Getty Images
Albert missir af leiknum.
Albert missir af leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arsenal leikur gegn Standard frá Belgíu.
Arsenal leikur gegn Standard frá Belgíu.
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnússon, hér með Jóni Daða Böðvarssyni. Hann og Arnór Sigurðsson verða í eldlínunni í dag.
Hörður Björgvin Magnússon, hér með Jóni Daða Böðvarssyni. Hann og Arnór Sigurðsson verða í eldlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er kominn fimmtudagur og það þýðir að það verður leikið í Evrópudeildinni í dag.

Það er komið að annarri umferð riðlakeppninnar. Man Utd hóf riðlakeppnina á naumum sigri gegn Astana í dag. Með fullri virðingu fyrir Astana þá mega lærisveinar Ole Gunnar Solskjær búast við erfiðari leik í dag.

United heimsækir AZ Alkmaar í Hollandi. Albert Guðmundsson er á mála hjá AZ, en hann missir af þessum leik vegna meiðsla sem hann hlaut í leik um liðna helgi.

Hjá United verður Paul Pogba ekki með. Auk Pogba eru Anthony Martial, Phil Jones, Aaron Wan-Bissaka og Luke Shaw á meiðslalistanum.

Rúnar Már Sigurjónsson og félagar hans í Astana mæta Partizan Belgrad í sama riðli. Báðir leikir verða sýndir í beinni á Stöð 2 Sport.

Leikur Astana og Partizan hefst 14:50 og hefst leikur AZ og Man Utd klukkan 16:55. Leikur CSKA og Espanyol hefst einnig 16:55 og verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Með CSKA leika Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon.

Arsenal mætir Standard Liege klukkan 19:00 í beinni á Stöð 2 Sport, en á sama tíma verður leikur Malmö og FC Kaupmannahafnar sýndur í beinni. Arnór Ingvi Traustason er á mála hjá Malmö.

Jón Guðni Fjóluson og hans félagar í rússneska liðinu Krasnodar mæta spænska liðinu Getafe klukkan 19:00, en hér að neðan eru allir leikir dagsins.

fimmtudagur 3. október

Riðill A
19:00 Sevilla - APOEL
19:00 Dudelange - Qarabag

Riðill B
19:00 Malmo FF - FC Kobenhavn (Stöð 2 Sport 2)
19:00 Lugano - Dynamo K.

Riðill C
19:00 FK Krasnodar - Getafe
19:00 Trabzonspor - Basel

Riðill D
19:00 Sporting - LASK Linz
19:00 Rosenborg - PSV

Riðill E
19:00 Lazio - Rennes
19:00 Celtic - Cluj

Riðill F
19:00 Guimaraes - Eintracht Frankfurt
19:00 Arsenal - Standard (Stöð 2 Sport 2)

Riðill G
16:55 Young Boys - Rangers
16:55 Feyenoord - Porto

Riðill H
16:55 CSKA - Espanyol (Stöð 2 Sport 2)
16:55 Ferencvaros - Ludogorets

Riðill J
16:55 Wolfsberger AC - Roma
16:55 Istanbul Basaksehir - Gladbach

Riðill K
16:55 Besiktas - Wolves
16:55 Braga - Slovan

Riðill I
16:55 Saint-Etienne - Wolfsburg
16:55 Oleksandria - Gent

Riðill L
14:50 Astana - Partizan (Stöð 2 Sport)
16:55 AZ - Man Utd (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner