Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. október 2019 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Man Utd ósannfærandi í Hollandi
Úlfarnir unnu í Tyrklandi
Mynd: Getty Images
Mynd: CSKA Moskva
Mynd: Getty Images
Manchester United gerði markalaust jafntefli við AZ Alkmaar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Leikurinn var tíðindalítill og voru það heimamenn sem komust nær því að skora. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær áttu sex skot í leiknum en ekkert þeirra fór á rammann.

Albert Guðmundsson var ekki í hópi hjá AZ vegna meiðsla. Hann verður frá keppni þar til á næsta ári.

Man Utd er með fjögur stig eftir sigur gegn Rúnari Má Sigurjónssyni og félögum í FC Astana í fyrstu umferð. AZ er með tvö stig, eftir jafntefli gegn Partizan í Belgrad.

L-riðill:
AZ Alkmaar 0 - 0 Man Utd



Lærisveinar Steven Gerrard í Rangers heimsóttu Young Boys til Sviss í G-riðli og var staðan jöfn þar til í uppbótartíma. Þá tókst heimamönnum að gera sigurmarkið mikilvæga.

Feyenoord lagði þá Porto að velli með mörkum frá Jens Toornstra og Rick Karsdorp.

Staðan í riðlinum er ansi skemmtileg því öll liðin eru með þrjú stig. Rangers á næst útileik gegn Porto 24. október.

G-riðill:
Young Boys 2 - 1 Rangers
0-1 Alfredo Morelos ('44 )
1-1 Roger Assale ('50 )
2-1 C. Fassnacht ('93)

Feyenoord 2 - 0 Porto
1-0 Jens Toornstra ('49 )
2-0 Rick Karsdorp ('80 )



Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson léku allan leikinn í liði CSKA Moskvu sem tók á móti Espanyol í H-riðli.

Heimamenn voru betri í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora. Síðari hálfleikurinn var jafnari en gestirnir nýttu færin sín betur og stóðu uppi sem sigurvegarar, 0-2.

Íslendingaliðið er stigalaust á botni riðilsins eftir óvænt 5-1 tap gegn Ludogorets í fyrstu umferð. Ludogorets lagði Ferencvaros að velli í dag og er á toppinum með sex stig.

Espanyol er með fjögur stig eftir jafntefli við Ferencvaros í fyrstu umferð. Kjartan Henry Finnbogason var hjá ungverska stórliðinu í fyrra.

H-riðill:
CSKA 0 - 2 Espanyol
0-1 Wu Lei ('64 )
0-2 V. Campuzano ('95)

Ferencvaros 0 - 3 Ludogorets
0-1 Jody Lukoki ('1 )
0-2 Rafael Forster ('40 )
0-3 Rafael Forster ('64 )
Rautt spjald:Dragos Grigore, Ludogorets ('43)



Í K-riðli átti Wolves útileik við Besiktas. Staðan þar var markalaus þar til undir lokin þegar varnarmaðurinn Willy Boly skoraði eftir sendingu frá Ruben Neves.

Braga, sem vann Wolves í fyrstu umferð, gerði jafntefli við Slovan Bratislava á heimavelli og deila þau lið toppsætinu með fjögur stig. Besiktas er án stiga á botninum.

K-riðill:
Besiktas 0 - 1 Wolves
0-1 Willy Boly ('90 )

Braga 2 - 2 Slovan Bratislava
1-0 Bruno Viana ('31 )
1-1 Andraz Sporar ('45 )
1-1 Andraz Sporar ('45 , Misnotað víti)
2-1 Wenderson Galeno ('63 )
2-2 Bruno Viana ('87 , sjálfsmark)



J-riðill:
Istanbul Basaksehir 1 - 1 Borussia M'Gladbach
1-0 Edin Visca ('55 )
1-1 Patrick Herrmann ('90 )

Wolfsberger AC 1 - 1 Roma
0-1 Leonardo Spinazzola ('27 )
1-1 Michael Liendl ('51 )



I-riðill:
Saint-Etienne 1 - 1 Wolfsburg
1-0 Timothee Kolodziejczak ('13 )
1-1 William ('15 )

Oleksandria 1 - 1 Gent
0-1 Laurent Depoitre ('6 )
1-1 Artem Sitalo ('60 )
Athugasemdir
banner
banner
banner