banner
   fim 03. október 2019 21:04
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Martinelli skoraði tvö fyrir Arsenal
Yngstur í sögu Arsenal til að skora tvennu í Evrópukeppni.
Yngstur í sögu Arsenal til að skora tvennu í Evrópukeppni.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brasilíska ungstirnið Gabriel Martinelli var í byrjunarliði Arsenal sem tók á móti Standard Liege í Evrópudeildinni í dag.

Unai Emery tefldi aðallega fram ungum leikmönnum og mönnum sem eru að ná sér eftir meiðsli. Frammistaða heimamanna var mjög góð og lentu þeir ekki í erfiðleikum.

Martinelli skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og komst nálægt þvi´að bæta við þriðja en tókst ekki. Joe Willock og Dani Ceballos komust einnig á blað, Ceballos skoraði þar með sitt fyrsta mark fyrir Arsenal.

Eintracht Frankfurt hafði þá betur gegn Vitoria Guimaraes í Portúgal. Arsenal er með sex stig. Standard Liege er með þrjú.

G-riðill:
Guimaraes 0 - 1 Eintracht Frankfurt
0-1 Obite Evan Ndicka ('36 )

Arsenal 4 - 0 Standard Liege
1-0 Gabriel Martinelli ('13 )
2-0 Gabriel Martinelli ('16 )
3-0 Joseph Willock ('22 )
4-0 Dani Ceballos ('57 )



Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn er Krasnodar tapaði fyrir Getafe. Angel gerði bæði mörk gestanna áður en Ari minnkaði muninn á 69. mínútu.

David Timor fékk svo rautt spjald en tíu leikmenn Getafe náðu að halda út og tryggja sér stigin.

Getafe er með sex stig eftir tvær umferðir. Krasnodar er án stiga eftir tap gegn Basel í fyrstu umferð.

C-riðill:
FK Krasnodar 1 - 2 Getafe
0-1 Angel Rodriguez ('36 )
0-2 Angel Rodriguez ('61 )
1-2 Ari ('69 )
Rautt spjald: David Timor, Getafe ('81)

Trabzonspor 2 - 2 Basel
0-1 Silvan Widmer ('20 )
1-1 Abdulkadir Parmak ('26 )
2-1 Jose Ernesto Sosa ('78 )
2-2 N. Okafor ('80)



Í Svíþjóð fékk Arnór Ingvi Traustason síðasta hálftímann er Malmö gerði 1-1 jafntefli við FC Kaupmannahöfn.

Staðan var jöfn 1-1 þegar Arnór kom inná og tókst honum ekki að tryggja heimamönnum sigur.

Þetta var fyrsta stig Malmö á meðan Kaupmannahöfn rétt marði Lugano í fyrstu umferð og er því með fjögur stig.

B-riðill:
Malmo FF 1 - 1 FC Kobenhavn
1-0 Lasse Nielsen ('46 , sjálfsmark)
2-0 Markus Rosenberg ('55 )

Lugano 0 - 0 Dynamo Kiev



Javier Hernandez, eða Chicharito gerði sigurmark Sevilla gegn APOEL Nicosia í A-riðli á meðan Qarabag er að rúlla yfir Dudelange á útivelli. Rúmar 10 mínútur eru eftir þar en leikinn þurfti að stöðva vegna dróna sem flaug yfir völlinn með armenska fánann, til að ögra leikmönnum Qarabag.

A-riðill:
Sevilla 1 - 0 APOEL
1-0 Javier Hernandez ('17 )

Dudelange 0 - 4 Qarabag
0-1 Abdellah Zoubir ('11 )
0-2 Michel ('30 )
0-3 Richard ('37 , víti)
0-4 D. Quintana ('69)
Rautt spjald: M. Garos, Dudelange ('62)
Enn í gangi



Bruno Fernandes hélt þá uppteknum hætti og skoraði í 2-1 sigri Sporting CP gegn LASK Linz. Þetta var hans fimmta mark í fimm leikjum.

PSV kíkti þá á Rosenborg í Noregi og lenti ekki í erfiðleikum.

D-riðill:
Sporting 2 - 1 LASK Linz
0-1 Marko Raguz ('16 )
1-1 Luiz Phellype ('58 )
2-1 Bruno Fernandes ('63 )

Rosenborg 1 - 4 PSV
0-1 Pablo Rosario ('14 )
0-2 Birger Meling ('37 , sjálfsmark)
0-3 Donyell Malen ('41 )
1-3 Samuel Adegbenro ('70 )
1-4 Donyell Malen ('79 )



Að lokum unnu Lazio og Celtic leiki sína í E-riðli. Celtic er með fjögur stig og Lazio þrjú.

E-riðill:
Lazio 2 - 1 Rennes
0-1 Jeremy Morel ('55 )
1-1 Sergej Milinkovic-Savic ('63 )
2-1 Ciro Immobile ('75 )

Celtic 2 - 0 CFR Cluj
1-0 Odsonne Edouard ('20 )
2-0 Mohamed Elyounoussi ('59 )
Athugasemdir
banner
banner
banner