Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 03. október 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forseti Lazio segir apahljóð ekki alltaf rasísk
Claudio Lotito.
Claudio Lotito.
Mynd: Getty Images
Claudio Lotito, forseti ítalska úrvalsdeildarfélagsins Lazio, heldur því fram að apahljóð frá áhorfendum flokkist ekki alltaf sem kynþáttafordómar.

Því miður eru kynþáttafordómar alltof algengir í ítalska boltanum. Lotito blandaði sér í umræðuna.

„Mér finnst þessi hljóð ekki alltaf samsvara mismunun eða rasisma. Ég man þegar ég var yngri, þá voru þau notuð gegn fólki með eðlilega hvíta húð, til þess að koma í veg fyrir að andstæðingurinn myndi skora," sagði Lotito við ANSA.

„Það á tækla þessi atvik hvert fyrir sig."

Romelu Lukaku, sóknarmaður Inter, varð fyrir kynþáttafordómum er hann tók vítaspyrnu í 2-1 sigri á Cagliari fyrir um mánuði síðan. Apahljóð heyrðust í stúkunni. Cagliari var þó ekki refsað.

Cagliari slapp líka við refsingu á síðustu leiktíð þegar stuðningsmenn liðsins voru með kynþáttafordóma í garð Moise Kean, þáverandi framherja Juventus.

Það er þó ekki bara á Ítalíu þar sem kynþáttafordómar eru enn við líði. Nokkur tilvik hafa verið um kynþáttafordóma á Englandi í upphafi tímabilsins.

Sjá einnig:
Móðir Tammy Abraham grét eftir kynþáttafordóma
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner