Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 03. október 2019 12:09
Magnús Már Einarsson
Franski hópurinn gegn Íslandi - Pogba ekki með
Icelandair
Pogba í leiknum gegn Íslandi í mars.  Hann verður ekki með á Laugardalsvelli.
Pogba í leiknum gegn Íslandi í mars. Hann verður ekki með á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Antoine Griezmann er á sínum stað.
Antoine Griezmann er á sínum stað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Paul Pogba, miðjumaður heimsmeistara Frakka, verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í undankeppni EM föstudagskvöldið 11. október næstkomandi á Laugardalsvelli.

Pogba verður ekki með Manchester United gegn AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í kvöld vegna meiðsla sem hafa verið að stríða honum. Didier Deschamps, þjálfari Frakka, tilkynnti nú rétt í þessu hópinn sem mætir Íslandi og Pogba er ekki í honum.

Heimsmeistarar Frakka mæta með sterka sveit til Íslands en leikmenn eins og Antoine Griezmann og Kylian Mbappe eru á sínum stað.

Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, tilkynnir hópinn fyrir leikinn gegn Frökkum í hádeginu á morgun.

Markverðir:
Alphonse Areola (Real Madrid)
Hugo Lloris (Tottenham)
Steve Mandanda (Marseille)

Varnarmenn:
Lucas Digne (Everton)
Leo Dubois (Lyon)
Lucas Hernandez (Bayern Munchen)
Presnel Kimpembe (PSG)
Clement Lenglet (Barcelona)
Benjamin Pavard (Bayern Munchen)
Raphael Varane (Real Madrid)
Kurt Zouma (Chelsea)

Miðjumenn:
N'Golo Kante (Chelsea)
Blaise Matuidi (Juventus)
Tanguy Ndombele (Tottenham)
Moussa Sissoko (Tottenham)
Corentin Tolisso (Bayern Munchen)

Framherjar:
Wissam Ben Yedder (Mónakó)
Kingsley Coman (Bayern Munchen)
Oliver Giroud (Chelsea)
Antoine Griezmann (Barcelona)
Jonathan Ikone (Lille)
Thomas Lemar (Atletico Madrid)
Kylian Mbappe (PSG)



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner